Morgunpósturinn

30. jún. 2014 - 08:32

Morgunpóstur 30. júní 2014

Erlent Shanghai CSI 300 vísitalan hækkaði um 0,6% í nótt og Nikkei 225 um 0,4% en Hong Kong Hang Seng lækkaði um 0,2%. Hækkunin í Shanghai er rakin til bjartsýni um að framleiðslutölur sem birtar verða á morgun muni styrkja þá sýn að kínverska hagkerfið sé að styrkjast eftir hálfs árs deyfð. Evrópsk hlutabréf hafa einnig hækkað í morgunsárið. FTSE 100 um 0,2% og DAX um 0,5%. Menn bíða nú nýrra talna um sölu á íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum. Innlent IFS birti á föstudaginn fyrstu viðbrögð við uppgjöri Haga sem félagið birti eftir lokun markaðar. Um er að ræða 1F á rekstrarári Haga sem hefst 1. mars ár hvert. Uppgjörið var nánast alveg í takt við væntingar. Vörusala nam 18,9 mö.kr., hækkaði um 2,8% á milli ára. EBITDA var 1,4 ma.kr. og hækkaði um 5,2%. Félagið gaf til kynna aukna samkeppni á næstu misserum. Verðlag hækkaði um 0,36% í júnímánuði frá fyrri mánuði samkvæmt Hagstofu Íslands og lækkar tólf mánaða verðbólga úr 2,4% í 2,2%. Mælingin var í takti við spá IFS sem hljóðaði upp á 0,4% hækkun. Opinberar spár voru á bilinu +0,2% til +0,4%. Flutningaliðurinn hafði hvað mest áhrif á verðbólguna en hann hækkaði um 1,54% (vísitöluáhrif +0,24%). Skrásetningargjöld í háskóla hækkuðu um 10,5% (+0,07%) og liðurinn hótel og veitingastaðir hækkaði um 1,5% (+0,07%). Matarkarfan lækkaði um 0,19% á meðan húsnæðisliðurinn stóð í stað milli mánaða. Aðrir liðir lækkuðu eða hækkuðu lítillega. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup fasteignafélagsins Eikar á fasteignafélagi Arion banka, Landfestum. Sameinað félag verður hið annað stærsta í landinu í sinni grein, með um 100 eignir sem telja um 272 þúsund fermetra. Leigutakar verða yfir 400 og efnahagur yfir 60 mö.kr.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is