Morgunpósturinn

11. ágú. 2014 - 08:34

Morgunpóstur 11. ágúst 2014

Fréttapunktar: Erlent Hlutabréf hækkuðu í Asíu í nótt og Evrópu í morgun. Bandarísk hlutabréf hækkuðu á föstudaginn í verði á ný þegar fréttir bárust af minnkandi spennu í alþjóðasamskiptum, s.s. í Úkraínu og Palestínu. Gull féll í verði og myntir þróunarríkja styrktust. Viðskiptajöfnuður Kína í júlí var birtur á föstudag. Reyndist hann jákvæður um 47 ma. dollara. Meðalspár gerðu ráð fyrir um 26 mö. dollara. Aukning í útflutningi nam 14,5% á milli ára en innflutningur dróst lítillega saman. Innlent Óróinn á hlutabréfamörkuðum fyrir helgi vegna innflutningsbanns Rússa náði einnig til Íslands. OMXI8 vísitalan lækkaði um 0,7% á föstudag. Sjö félög á aðallista lækkuðu í verði, þrjú stóðu í stað og tvö hækkuðu. Marel lækkaði um tæp 3% í verði frá miðvikudegi til föstudags en fréttir bárust af því m.a. að kjúklingaiðnaðurinn yrði verst úti vegna aðgerða Rússa. Sala til hans er yfir helmingur tekna Marel og EBIT af þeirri starfsemi er hærri en EBIT félagsins í heild. IFS birti á föstudaginn afkomuspá fyrir TM á 2F og árinu 2014. Mikil samkeppni er á vátryggingamarkaðnum og sýnir það sig í því að iðgjöld TM og VÍS lækkuðu á 1F 2014 frá sama tíma í fyrra. Gerum við ráð fyrir minni vexti í iðgjöldum á 2F 2014 frá sama tíma í fyrra eða 4% samanborið við 7,4% vöxt á 2F 2013. Þar með gerum við ráð fyrir að vöxtur iðgjalda á árinu 2014 verði minni en á síðasta ári. TM hefur verið með hærra hlutfall fjárfestingaeigna sinna í hlutabréfum en Sjóvá og VÍS m.a. vegna eignar félagsins í HB Granda. TM seldi 74 m. hluti í HB Granda í byrjun júní. Nánar í greiningu IFS hér.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is