Morgunpósturinn

18. ágú. 2014 - 08:32

Morgunpóstur 18. ágúst 2014

Erlent Hlutabréfaverð hækkaði í Kína í nótt þegar jákvæðar fréttir úr flutninga- og tæknigeirunum náðu að yfirskyggja neikvæðar fregnir af fasteignamarkaði (sjá næstu frétt). Shanghai composite index náði hæsta gildi í átta mánuði. Verð á nýju húsnæði lækkaði í helstu borgum Kína í júlí. Lækkunin í Peking var um 1% frá fyrra mánuði og 1,2% í Shanghai. Stífari reglum um húsnæðislán og hærri vöxtum er fyrst og fremst kennt um þetta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur raunar skorað á kínversk stjórnvöld að draga úr þenslu á árinu 2015 þar sem hagkerfið sýni hættumerki, s.s. mikla skuldasöfnun og áhættu fjármálastofnana gagnvart fasteignamarkaði. Fasteignaverð í London er að meðaltali 5,9% lægra nú en fyrir mánuði. Er þetta mesta lækkun í höfuðborginni á milli mánaða frá því í desember 2007. Á landsvísu nemur lækkunin 2,9%. Greiningaraðilar skýra lækkunina einkum með stífari lánareglum frá Englandsbanka og væntingum um hækkandi vexti, ekki ósvipað skýringunum í Kína. Innlent IFS birti á föstudaginn afkomuspá fyrir Fjarskipti á 2F og árinu 2014. Spáin hljóðar upp á um 3,3 ma.kr. veltu á 2F, um 800 m.kr. EBITDA og rúmlega 250 m.kr. hagnað eftir skatta. Fyrir árið er spá IFS nú um 13,5 ma.kr. velta, 3,2 ma.kr. EBITDA og um 960 m.kr. nettóhagnaður. Skipt var um forstjóra á 2F og félagið hefur nú fengið alþjóðlega ISO vottun um upplýsngaöryggi. Tilkynnt var um endurráðningu Más Guðmundssonar í starf seðlabankastjóra á föstudag. Skipað er í starfið til fimm ára. Hins vegar er nú unnið að nýju frumvarpi um bankann sem leggja á fram fyrir árslok og gæti leitt til breytinga í yfirstjórn hans. Már segir óvíst að hann sækist efir framhaldi eftir breytingar Verðbólga til eins mánaðar og 12 mánaða 2009 - 2014

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is