Morgunpósturinn

01. sep. 2014 - 08:28

Morgunpóstur 1. september 2014

Erlent Útflutningur Þjóðverja óx um 0,9% á 2F á milli fjórðunga, sem var verulega yfir spá upp á 0,2%. Þetta hefur valdið hækkun evrópskra hlutabréfa í morgun. Vísitala neysluverðs hækkaði aðeins um 0,3% á evrusvæðinu í ágúst miðað við fyrra ár. Þetta er minnsta hækkun síðan í október 2009 og atvinnuleysi er í kringum sögulegt hámark, um 11,5%. Þetta ýtir undir væntingar um að evrópski seðlabankinn muni taka upp kaup á ríkisskuldabréfum til að styðja við hagkerfi svæðisins en næsti fundur bankans um þessi mál verður á fimmtudag. Innlent Íbúðalánasjóður birti sex mánaða uppgjör á föstudag. Tap sjóðsins nam 1,3 mö.kr. en var 3,0 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfall var 3,2% um mitt ár en 3,4% um áramót. Langtímamarkmið er yfir 5%. Uppgreiðslur námu um 11,6 mö.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins en 8,3 mö.kr. sama tíma í fyrra. 16,2 ma.kr. halli var á vöruskiptum við útlönd fyrstu sjö mánuði ársins. Sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 17,2 ma.kr. (gengi hvors árs). Verðmæti útflutnings var um 10% lægra en í fyrra. Stærsti liðurinn er iðnaðarvörur (ál uppistaðan), 53% útflutnings, sem lækkaði um 9,2%. Sjávarafurðir voru um 42% og lækkuðu í virði um 12,6% á milli ára. Virði innflutnings lækkaði um 0,7% en aukning er í fólksbílum og skipum. IFS birti fyrstu viðbrögð við uppgjöri 2. fjórðungs hjá Eimskip á föstudagsmorgun. Innflutningur tók vel við sér hjá félaginu á 2F en útflutningur dróst saman. Tekjur námu um 109m evra og hækkuðu um 0,8% á milli ára. Rekstrarkostnaður dróst saman frá fyrra ári um 0,4%. EBITDA var um 11m evra, hækkaði um 12,3% á milli ára. Nettóhagnaður fjórðungsins var 4,6m evra en hann var 2,0m í fyrra.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is