Morgunpósturinn

08. sep. 2014 - 08:19

Morgunpóstur 8. september 2014

Erlent Metafgangur varð af viðskiptum Kína við útlönd í ágúst. Hann nam 49,8 mö. dollara en meðalspá gerði ráð fyrir 40 mö. Útflutningur jókst um 9,4% á milli ára en innflutningur dróst óvænt saman um 2,4%, sem rakið er til minni umsvifa í byggingariðnaði þar í landi. Mest aukning varð í útflutningi til Bandaríkjanna og Evrópu. Breska pundið, hlutabréf og skuldabréf féllu í verði við opnun í London í morgun eftir fréttir þess efnis að könnun sýndi í fyrsta skipti að aðskilnaðarsinnar í Skotlandi hefðu meirihluta. Asísk hlutabréf hafa sveiflast talsvert í nótt, ekki síst vegna fréttanna um samdrátt í innflutningi til Kína. Evrópsk hlutabréf hafa gefið eftir í morgunsárið. Eurostoxx 600 vísitalan hefur hins vegar hækkað fjórar vikur í röð. Japanir birtu í nótt tölur um VLF á 2F. VLF dróst saman um 7,1% á ársgrunni frá fyrra ári, sem er nokkuð í takt við spár. Áhrif hækkunar á söluskatti í apríl eru talin umtalsverð í þessum samdrætti. Einkaneysla dróst saman um 19% frá fyrri fjórðungi. Um 142 þúsund störf urðu til á bandaríska vinnumarkaðnum í ágúst. Það er minna en spár gerðu ráð fyrir og lægsta gildi sem sést hefur í ár. Opinbert atvinnuleysi féll þó eilítið, úr 6,2% í 6,1%, og dró mest úr atvinnuleysi hjá ungu fólki. Innlent Gistinætur á heilsárshótelum landsins voru 299.300 í júlí skv. tölum sem hagstofan birti á föstudag. Það er 5% aukning á milli ára. Erlendum gestum um Leifsstöð fjölgaði hins vegar um rúm 17% á milli ára skv. upplýsingum frá ferðamálastofu. Gistiheimiil og sumarhótel njóta því væntanlega stórs hluta af aukningunni en athygli vekur að mest fjölgun gistinátta í janúar-júlí á milli ára er á suðurlandi, 22%.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is