Morgunpósturinn

03. okt. 2014 - 08:58

Morgunpóstur 3. októeber 2014

Erlent ECB kynnti í gær nánari útfærslu á skuldabréfakaupum sínum til að styðja við hagkerfi EB og forðast verðhjöðnun. Kaupin hefjast í þessum´mánuði. Bankinn hyggst kaupa tvo meginflokka eignatryggðra skuldabréfa úr einkageiranum (e. covered bonds og asset backed securities). Það hefur þó þegar verið gagnrýnt á markaði að bankinn gefi ekki nógu skýra mynd af því hvert umfang kaupanna verði. Bankinn sagði aðeins að þessir skuldabréfaflokkar næmu um 1 trilljón evra í heild og að bankinn gæti hugsað sér að stækka efnahagsreiknings sinn að hámarki um þá upphæð. Bankinn hyggst einnig kaupa grísk og kýpversk skuldabréf, sem eru í ruslflokki, að því tilskyldu að þarlend yfirvöld haldi áfram í prógrammi EB. Búist er við andstöðu Þjóðverja við þessar hugmyndir. Hlutabréf í Evrópu lækkuðu almennt í gær eftir tilkynningu ECB vegna óvissu um hvort áætlanir bankans væru nægjanlegar til að efla hagvöxt á svæðinu. Stoxx Europe 600 vísitalan lækkaði um 2,4%. Þetta hefur hins vegar snúist við í morgun og hefur hún hækkað um 0,6% þegar þetta er skrifað. Hækkun er einnig í Hong Kong á fyrsta viðskiptadegi eftir tveggja daga frí. Dollar styrkist vegna væntinga um sterkar tölur um atvinnustig í BNA sem birtar verða í dag. Innlent Sala á nýjum fólksbílum í september jókst um 58% frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Voru nýskráðir bílar 553 talsins í september en voru 350 í sama mánuði í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru 8.169 fólksbílar skráðir og er það 30,7% aukning frá fyrra ári. Stór hluti þessara bíla hefur farið til bílaleigu fyrirtækja. Ríflega 35 milljarðar króna munu tapast á láninu sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008. Þá fékk Kaupþing 500 milljónir evra að láni frá bankanum, en nú hefur verið staðfest að hann mun ekki fá aftur meira en tvo milljarða króna til viðbótar þeim 40 milljörðum króna sem þegar hafa skilað sér. RÚV getur ekki innt af hendi greiðslu vegna skuldabréfs sem var á gjalddaga í gær. Fjárhagsstaða félagsins er slæm og hefur verið samið við kröfuhafa um frestun greiðslunnar, sem nemur tæpum 200 mkr., til áramóta.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is