Morgunpósturinn

06. okt. 2014 - 08:21

Morgunpóstur 6. októeber 2014

Erlent Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað í morgun og markaðir í Asíu hækkuðu í nótt. S&P 500 framtíðarsamningar hafa einnig hækkað eilítið. Sterkar atvinnustigstölur í BNA fyrir helgi eru meginástæða þessa. Þetta gerist þrátt fyrir blendnar tölur í Þýskalandi í morgun. Verkmiðjupantanir lækkuðu um 1,3% á milli ára og 5,7% á mlili mánaða í ágúst en PMI í byggingariðnaði hækkaði raunar úr 47,7 í 50,0 fyrir september. Nýjar tölur um atvinnustig í BNA sem birtar voru á föstudag voru talsvert betri en væntingar voru um. Hagkerfið bætti við sig 248 þúsund störfum í september en meðalspá hljóðaði upp á 215 þúsund. Í ágúst var talan 180 þúsund. Við tölurnar lækkaði tólfa mánaða atvinnuleysi úr 6,1% í 5,9%. Hefur það ekki verið lægra síðan í júlí 2008. Markit birti ýmis PMI gildi á föstudag. Í Japan reyndist samsetta PMI vísitalan fyrir september mælast 52,8 en hún var 50,8 í ágúst. Tölur fyrir Evrópu voru blendnar eins og oft áður. Gildið fyrir evrusvæðið var 52,0 en 52,3 í ágúst. Í Þýskalandi var mælingin 54,1 í stað 54,0 í ágúst. Frakkland mældist með 48,4 sem er fall úr 49,1 á milli mánaða. Ítalía gaf 49,5 í stað 49,9 mánuði fyrr. Á þennan mælikvarða heldur Þýskaland því enn dampi í hagkerfi sínu en Ítalía og sérstaklega Frakkland eru ennþá á niðurleið. Innlent IFS gaf út yfirlit skuldabréfa fyrir septembermánuð á föstudag. Velta verðtryggðra bréfa var rúmir 22 ma.kr. og óverðtryggðra um 145 ma.kr. Ávöxtunarkrafa stuttra óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði á meðan krafa lengri bréfa lækkaði. Verðtryggði flokkurinn HFF14 var á lokagjalddaga í mánuðinum. Af verðtryggðum bréfum hækkaði krafa stystu bréfanna HFF24 og RIKS 21 mest eða um 9 og 10 punkta. Ávöxtunarkrafa lengsta verðtryggða bréfsins hélst óbreytt. Lækkun vörugjalda dregur úr verðbólguvæntingum. Í frumvarpi til fjárlaga er lögð til breyting á vörugjöldum og vaski eins og IFS hefur áður fjallað um. Verðbólguálag til fimm ára á skuldabréfamarkaði, var tæp 3,4% í upphafi mánaðar. Eftir framlagningu frumvarpsins lækkaði það snarpt og var rétt undir 3,0% í mánaðarlok. Vöruskipti landsins voru jákvæð um 5,5 ma.kr. í september skv. bráðabirgðatölum sem birtar voru á föstudag. Flutt var út fyrir 54,6 ma.kr. (fob) og inn fyrir 49,1. Á fyrstu níu mánuðum ársins er halli á vöruskiptum upp á 6,3 ma.kr. Á sama tímabili í fyrra voru þau jákvæð um 23,3 ma.kr.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is