Morgunpósturinn

09. okt. 2014 - 08:32

Morgunpóstur 9. október 2014

Erlent Útflutningur frá Þýskalandi dróst saman um 5,8% í ágúst frá fyrra mánuði en þá jókst hann um 4,8%. Meðalspá hjóðaði upp á 4,0% samdrátt, m.a. vegna skólaleyfa. Er þetta í takt við tölur um iðnframleiðslu í ágúst sem birtar voru í gær og mesti samdráttur á milli mánaða síðan í janúar 2009. Innflutningur dróst saman um 1,3%. Viðskiptajöfnuður landsins var 14,1 ma. evra en 23,5 ma. í júlí. Þykja þessar tölur enn frekar styrkja þá mynd að stærsta hagkerfi evrusvæðisins eigi í vandræðum með að ná sér á skrið. Hlutabréfaverð hækkaði í BNA í gær og almennt í Asíu í nótt eftir að fundargerðir bandaríska seðlabanks voru birtar en þar kom fram vilji til að halda vöxtum lágum lengi enn ef hækkun gæti stefnt árangri í efnahagsmálum í hættu. Evrópskar kauphallir byrjuðu í sama takti í morgun og hafa hækkað þrátt fyrir slælegar tölur frá Þýskalandi. Innlent Að mörgu leyti eru nú kjöraðstæður fyrir losun fjármagnshafta. Þetta kom fram í máli Sigríðar Benediktsdóttur í gær á fundi Seðlabanka Íslands vegna útgáfu nýrrar skýrslu bankans um fjármálastöðugleika. Lág verðbólga, mikill vaxtamunur, hagvöxtur og viðskiptajöfnuður séu allt jákvæðir ytri þættir til losunar. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins er enn sem fyrr helsti þrándur í götu og segir bankinn unnið að lausn hans næstu mánuði. Kaupsamningum fasteigna á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 7,2% í september frá fyrra mánuði og velta eykst um 7,4%. Þinglýstir kaupsamningar voru 534. Velta nam 18,9 mö.kr. og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 35,4 m.kr. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 12,1 milljarði, með eignir í sérbýli 4,7 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2 milljörðum. Kaupsamningum fjölgar um 3,5% á milli ára og velta eykst um 16,2%.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is