Morgunpósturinn

13. okt. 2014 - 09:51

Morgunpóstur13. október 2014

Erlent Hlutabréfamarkaðir hafa verið blendnir í Asíu í nótt og í Evrópu í morgun. Síðasta vika var erfið mörkuðum vegna vaxandi áhyggja af stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu. Beðið er með nokkurri eftirvæntingu eftir þvi hvernig bandaríski markaðuinn opnar síðdegis. Stoxx Europe 600 vísitalan lækkaði um 4,1% í síðustu viku, sem var þriðja lækkunarvikan í röð. Ástæðurnar eru einkum taldar slælegar tölur frá Þýskalandi og lækkun á hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir heiminn. Vísitalan hefur nú lækkað um rúm 8% frá því að hún náði hámarki í júní síðastliðinn. Á heimsvísu hafa hlutabréf lækkað í virði um 4,5 trilljónir dollara frá hámarki í síðasta mánuði. Viðskiptajöfnður Kína í september reyndist talsvert minni en ráð var fyrir gert. Hann nam jafnvirði 31 milljarðs USD en var um 50 milljarðar í ágúst. Meðalspá hljóðaði upp á 41,4 milljarða USD. Mikil aukning í innflutningi í september er aðalástæða þessa. Hann jókst um 7,3% á milli mánaða en gert var ráð fyrir að hann myndi dragast saman um 2%. Útflutningur jókst hins vegar um 15,3% frá fyrra mánuði. Innlent Hagstofan gaf á föstudag út ritið Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2013. Í ritinu kemur m.a. fram að árið 2013 var afli íslenskra skipa tæp 1.363 þ. tonn, 86 þ. tonnum minni en árið 2012. Aflaverðmæti nam tæpum 153 mö.kr. og dróst saman um 4,1% frá fyrra ári, eða um 2,2% ef mælt er á föstu verði. Mestur útflutningur var til Bretlands eða um 16,3% af útflutningsverðmæti. Útflutningur til N-Ameríku jókst um 15,6% á milli ára. Útflutningsframleiðsla sjávarafurða jókst um 2,2% frá árinu 2012.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is