Morgunpósturinn

27. okt. 2014 - 08:51

Morgunpóstur 27. október

Erlent Tuttugu og fimm bankar af 150 sem prófaðir voru á evrusvæðinu stóðust ekki álagspróf evrópska seðlabankans. Samtals vantaði þá um 25 ma. evra í eiginfé. Þetta kom fram í niðurstöðum prófsins sem kynntar voru í gær. Þetta voru heldur fleiri bankar en greinendur höfðu að jafnaði átt von á. Enginn stærstu bankanna á svæðinu er í þessum hópi. Þrettán þeirra voru ítalskir, þrír grískir og þrír kýpverskir. Prófið var byggt á uppgjörum bankanna fyrir árið 2013. Tólf af þessum 25 hafa á þessu ári aflað nægs eiginfjár til að standast prófið. Spurning er nú um áhrif þessarar niðurstöðu á brothætta evrópska fjármálamarkaði. Innlent FME sendi frá sér tilkynningu í gær vegna niðurstöðu álagsprófs evrópskra banka. Þar segir m.a. að í árs­lok 2013 hafi vegið eig­in­fjár­hlut­fall íslenskra banka verið 26,2% og 27,2% í lok ann­ars árs­fjórðungs 2014. Eig­in­fjár­hlut­fall banka inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, byggt á úrtaki, hafi verið 15,7% í árs­lok 2013. Þá hafi vegið van­skila­hlut­fall ís­lensku bank­anna í árs­lok 2013 numið 4,5% og 3,2% í lok 2F 2014. Í ESB hafi hlutfallið numið 6,8% í árs­lok 2013 og hafi farið hækk­andi und­an­far­in miss­eri. Slitastjórn gamla Landsbankans hefur framlengt um viku, til næsta föstudags, frest til frágangs á samkomulagi við nýja Landsbankann um framlengingu á skuldabréfi sem nýi bankinn skuldar þeim gamla. IFS gaf á föstudag út afkomuspá sína fyrir VÍS á 3. ársfjórðungi og árinu 2014. Við spáum því að tryggingarekstur verði í halla í uppgjöri 3F hjá félaginu; samsett hlutfall verði ríflega 100%. Munar þar ekki síst um stórbrunann í Skeifunni í júlí sem áætlað er að kostið félagið um 250 mkr. að teknu tilliti til þáttar endurtryggjenda. Á árinu í heild spáum við að iðgjaldatekjur verði um 16 ma.kr. og fjárfestingatekjur um 1,9 ma.kr. en hagnaður um 1,4 ma.kr. Að sama skapi gerir IFS ráð fyrir að samsett hlutfall TM á 3F verði rúmlega 100%, einkum vegna brunans í Skeifunni. Þetta kom fram í afkomuspá fyrir TM sem IFS birti á föstudag. Eigið tjón TM vegna hans nam um 240 mkr. att. endurnýjunar endurtrygginga. Fyrir árið spáum við um 11,4 ma.kr. Iðgjöldum og 2,0 ma.kr.fjárfestingatekjum, hagnaði 3,1 ma.kr.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is