Morgunpósturinn

10. nóv. 2014 - 08:21

Morgunpóstur 10. nóvember 2014

Erlent Útflutingur Kína í október jókst umfram væntingar eða um 11,6%. Innflutningur jókst á sama tíma um 4,6% og viðskiptajöfnuður landsins var jákvæður um 45,4 ma. dollara. Tveir þriðju af útflutningi fara til landa Evrópu og Bandaríkjanna en ágætur gangur á síðarnefnda svæðinu er talinn hafa mikið að segja um þessar jákvæðu tölur. Bandaríska hagkerfið bætti við sig 214 þúsund nýjum störfum í október og skráð atvinnuleysi lækkaði úr 5,9% í 5,8%. Hefur það ekki verið lægra frá árinu 2008 og hefur nú lækkað um 0,8 prósentustig frá því í janúar. Störfum hefur nú fjölgað á milli mánaða um meira en 200.000 níu mánuði í röð, sem er lengsta runa síðan 1994. Viðskiptajöfnuður Þýskalands í september hækkaði verulega frá fyrra mánuði. Hann nam 21,9 mö. evra en var 14 ma. í ágúst. Viðskiptajöfnuður Breta er neikvæður og fer hækkandi sem slíkur. Hann var neikvæður um 2.838m punda í september en 1.768m punda mánuðinn á undan. Innlent Endanleg útfærsla og niðurstaða í leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðisskuldum verður kynnt í dag. Forsætisráðherra segir að útkoman sé í fullu samræmi við væntingar og áætlanir. Á morgun geta einstakir sækjendur um leiðréttingu séð sína niðurstöðu. Rætt hefur verið um að aðgerðin muni kosta um 80 ma.kr. Velta óverðtryggðra ríkisskuldabréfa í síðustu viku nam 34,9 mö. kr. og lækkaði ávöxtunarkrafa allra flokka töluvert. Krafa RIKB 16 lækkaði mest eða um 42 punkta og krafa RIKB 20 lækkaði minnst, um 29 punkta. Velta íbúðabréfa var 3,5 ma.kr. og lækkaði krafa til allra flokka; HFF 24 og 34 um 22 punkta en HFF 44 um 9 punkta. Verðbólguálag til fimm ára lækkaði um 8 punkta og mælist nú 2,90%.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is