Morgunpósturinn

17. nóv. 2014 - 09:07

Morgunpóstur 17. nóvember 2014

Erlent Landsframleiðsla í Japan dróst saman um 1,6% á ársgrunni á milli ársfjórðunga skv. tölum sem birtar voru í nótt. Þetta eru vonbrigði en meðalspá nam 2,2% vexti. Á 2F nam samdrátturinn 7,3% á ársgrunni. Hækkun söluskatts í apríl sl. er kennt um og er nær öruggt talið að forsætisráðherra landsins muni seinka seinni hluta hækkunar skattsins í október 2015 og boða til þingkosninga. Hagvöxtur á evrusvæðinu var heldur betri á 3F en gert var ráð fyrir í spám. VLF jókst um 0,2% að raungildi frá 2F, samanborið við 0,1% á 2F og meðalspá nú. Hagvöxtur á milli ára reyndist 0,8%. Verðbólga á evrusvæðinu mældist 0,4% í október m.v. síðustu 12 mánuði. Innlent Fjármálaráðherra kynnti uppfærða tekjuáætlun ríkissjóðs á föstudag. Tekjur hafa aukist um rúma 16 ma.kr. og skattstofnar tekið við sér umfram væntingar. Ráðherra segir vísbendingar augljósar um að efnahagslífið sé að taka við sér en segir jafnframt að vaxandi tekjur muni alls ekki að öllu leyti kom fram á næsta ári. Verðbólguspá IFS fyrir nóvember hljóðar upp 0,1% lækkun verðlags frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 1,9% í 1,5%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli lækkar úr +1% í -0,3%. Hagstofan birtir verðbólgutölur 26. nóvember. Hagstofan spáir 2,7% hagvexti á árinu. Hún gaf út þjóðhagsspá fyrir árin 2014-18 á föstudag. Hagvöxtur verði um 3,3% árið 2015 en 2,5-2,9% 2016-18. Fjárfesting er talin aukast um 14% árið 2014, 18,7% árið 2015 og 14,6% árið 2016, en gert ráð fyrir að stóriðjufjárfesting dragist saman árin 2017 og 2018 sem leiðir til þess að fjárfesting stendur í stað þau ár. Heildarafli íslenskra fiskiskipa var rúmlega 97 þúsund tonn í október 2014, 10,8% meiri en í sama mánuði árið áður. Á 12 mánaða tímabili var heildaraflinn u.þ.b. 1.073 þúsund tonn og minnkaði um 21,6% miðað við fyrra 12 mánaða tímabil. Magnvísitala á föstu verðlagi er um 3,8% lægri miðað við október í fyrra. Útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKB 20 0205 fór fram hjá Lánamálum ríkisins á föstudag. Alls bárust 29 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 7.150 m.kr. að nafnverði. 23 tilboðum var tekið fyrir 5.850 m.kr. að nafnverði á söluverðinu 100,900 (6,04% ávöxtunarkröfu).

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is