Morgunpósturinn

24. nóv. 2014 - 07:10

Morgunpóstur 24. nóvember 2014

Erlent Kínverski seðlabankinn lækkaði óvænt eins árs út- og innlánsvexti sína á föstudag. Afleiðingin varð m.a. sú að hlutabréfamarkaðir hækkuðu víða. S&P 500 vísitalan náði fjórða metgildi sínu í vikunni og hefur nú hækkað fimm vikur í röð. Brent olía náði aftur 80 dollara markinu og dollarinn fjögurra ára hámarki. Talið er líklegt að önnur ríki í Asíu muni fylgja í kjölfarið og lækka vexti. Ummæli bankastjóra evrópska seðlabankans um að bankinn myndi auka skuldabréfakaup sín frá núverandi áætlun ef nauðsyn krefði til að ýta undir hagkerfi evrulandanna hjálpuðu einnig til. Innlent IFS gaf á föstudag út nýtt mat á virði Eimskips. IFS telur ágætlega horfa hjá félaginu. Flutningar til og frá Íslandi eru að aukast og magnaukning er í annarri meginstarfsemi þess. Niðurstaða IFS er að sannvirði hlutar í félaginu sé nú um 1,6 evrur eða 248 kr. og er mælt með kaupum á bréfunum. Sjá nánar hér. IFS birti afkomuspá fyrir fasteignafélagið Regin á föstudag en félagið birtir niðurstöður 3F á morgun og býður til kynningarfundar í Listasafni Íslands á miðvikudag kl. 8.30. IFS spáir því að leigutekjur verði um 1.150 mkr. á fjórðungnum, framlegð ríflega 900 mkr. og hagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir 823 mrk. Sjá nánar hér. Landsvirkjun lýsir yfir áhuga á að kaupa til baka skuldabréf í flokknum LAND 05 1, sem skráður er í Kauphöll Íslands, að fjárhæð allt að ISK 20 milljarða fram til 1. mars 2015. Fyrirhuguð endurkaup eru hluti af skuldastýringu félagsins. Útboð á ríkisbréfaflokknum RIKB 31 0124 fór fram á föstudag. Alls bárust 38 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 7.735 m.kr. að nafnverði. 27 tilboðum var tekið fyrir 4.455 m.kr. að nafnverði á söluverðinu 99,010 (6,60% ávöxtunarkröfu). Launavísitala í október hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,6%. Kaupmáttur launa hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,6%.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is