Morgunpósturinn

08. des. 2014 - 07:11

Morgunpóstur 8. desember 2014

Erlent Hlutabréf í Kína náðu 3ja ára hámarki í nótt eftir að landið birti metviðskiptajöfnuð fyrir nóvember. Útflutningur jókst um 4,7% en innflutningur minnkaði um 6,7%, ekki síst vegna ódýrari olíu. Dollarinn styrkist og olía lækkar enn. Störfum fjölgaði meira í Bandaríkjunum í nóvember en sést hefur frá árinu 1995. Fjölgunin var 321 þúsund störf að þessu sinni og hefur hún nú verið yfir 200 þúsunda markinu í 10 mánuði samfleytt. Meðalspá hljóðaði upp á 230 þúsund störf og fjölgunin í október nam 243 þúsundum. Atvinnuleysishlutfall er þó óbreytt, 5,8%. Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 0,8% á 3F miðað við sama tímabil í fyrra. Var hann í takt við spár og sá sami og á 2F. Innlent Ýmislegt er að gerast varðandi gjaldeyrishöftin þessa daga. Framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta mun vera að skila tillögum sínum um ferlið þessa daga. Slitastjórnir Landsbankans, Kaupings og Glitnis hafa verið boðaðar á fund með ráðgjafarnefnd ríksstjórnarinnar um losun fjármagnshafta á morgun. Gamli Landsbankinn fékk undanþágu frá höftunum í liðinni viku til að greiða kröfuhöfum sínum í erlendri mynt sem kunnugt er. Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 0,5% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði 2013. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 3%. Einkaneysla jókst um 2,8%, samneysla um 1,1% og fjárfesting um 12%. Útflutningur jókst um 5,1% og innflutningur nokkru meira, eða um 10,8%. Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi án árstíðaleiðréttingar dróst saman um 0,2% frá fyrra ári en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 3,9% frá 2. ársfjórðungi. Gistinætur á hótelum í október voru 183.600 sem er 16% aukning miðað við október 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 23% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 7%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur gistinóttum fjölgað um 14%. Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu 10 mánuði ársins var lagt fram á föstudag. Handbært fé frá rekstri var 22,1 ma.kr. en var neikvætt um 8,8 ma.kr. á sama tímabili 2013. Innheimtar tekjur hækkuðu um 52,8 ma.kr. milli ára en greidd gjöld jukust um 23,8 ma.kr.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is