Morgunpósturinn

05. jan. 2015 - 09:41

Morgunpóstur 5. janúar 2015

Morgunpósturinn óskar lesendum sínum gleðillegs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári. Hér eru helstu fréttir dagsins. Erlent Evran er nú í sínu veikasta gildi gagnvart dollar í níu ár eða frá árinu 2006. Ástæðan er væntingar um að evrópski seðlabankinn sé nú nær því að taka upp fulla örvunarstefnu í anda þess bandaríska en áður, með stórfelldum skuldabréfakaupum. Einnig hafa kosningar í Grikklandi áhrif en mögulegt er að Grikkir kjósi stjórn sem er andvíg ströngum skilyrðum Evrópusambandsins fyrir aðstoð. Sigur Syriza flokksins í grísku þingkosningunum 25. janúar næstkomandi myndi hugsanlega þýða endalok veru Grikkja í myntsamstarfinu um evru. Tímaritið Der Spiegel hefur eftir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að hún líti á það sem raunhæfan möguleika en þýsk stjórnvöld hafa raunar mótmælt því að það sé rétt eftir henni haft. Yrðu Grikkir þar með fyrsta evruþjóðin til að kljúfa sig úr myntsamstarfinu. Markit birti seríu af vísitölum innkaupastjóra (PMI) á evrusvæðinu í desember á föstudaginn. Fyrir svæðið í heild reyndist vísitalan 50,6 sem var lækkun frá 50,8 í nóvember og sömu meðalspá. Í stærsta hagkerfi svæðisins, Þýskalandi, var vísitalan 51,2, sú sama og í fyrra mánuði og í takt við spá. Í Frakklandi reyndis hún aðeins 47,5 og lækkaði úr 47,9 í nóvember. Á Ítalíu var mælingin 48,4 og lækkaði úr 49. Einnig birti Markit PMI vísitöluna fyrir Bretland, sem er á þokkalegri siglingu. Hún var 52,5 en lækkaði úr 53,3 fyrir nóvember. Tveir mælikvarðar tengdir rekstri fyrirtækja voru birtir í Bandaríkjunum á föstudag. ISM framleiðsluvísitalan mældist 55,5, sem er ágætt gildi, en hún lækkaði samt úr 58,7 í nóvember og var undir meðalspá upp á 57,5. PMI vísitala Markit fyrir desember reyndist 53,9 sem var hækkun úr 53,7 í nóvember. Innlent Forsætisráðherra hefur í viðtali sagt að búast megi við að næstu skref í losun hafta verði stigin síðar í þessum mánuði. Hann sagðist bjartsýnn á að það muni ganga vel að vinda ofan af höftunum og segir undirbúning þess góðan.

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is