Fjárstýringarkerfi

Notkun fyrirtækja á fjárstýringarkerfum hefur farið hratt vaxandi og getur slíkt kerfi nýst flestum stærri rekstraraðilum:

  • Kerfi fjármálastjórans - IFS er í samstarfi við alþjóðlegt fyrirtæki, SunGard, um að veita rekstraraðilum aðgang að fjárstýringarkerfinu, AvantGard Integrity. Fjárstýringarkerfi er notað til utanumhalds fjármálasamninga, útreikninga, skýrslugjafar og eftirlits. Fjárstýringarkerfi gefur góða heildaryfirsýn um fjárstýringu félagsins og samstæðunnar og hægt að ná fram mikilli sjálfvirkni með notkun kerfisins, m.a. með tengingum við banka, gangveitur og önnur innri sem ytri kerfi. Aðgengi að fjárstýringarkerfi er hægt fá með kaupum eða kerfisleigu.
  • Kerfisleiga - IFS hefur samið við Sungard um kerfisleiguþjónustu á Íslandi. Með því móti tengist fyrirtæki inn á uppsett kerfi sem vistað er hjá Skýrr. Þetta stuðlar að styttri innleiðinga tíma en ella. Kerfisleiga getur verið mjög hagkvæmur kostur í samanburði við kaup á kerfi. 


  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is