Útvistunarþjónusta

IFS Ráðgjöf býður upp á nokkrar mismunandi þjónustuflokka fjárstýringar t.d. þjónustusamninga eða útvistun einstakra verkþátta fjármálastjóra og fjárstýringarfólks:

  • Almennur þjónustusamningur – lausleg fjárstýringarúttekt, fundir og umræður um þróun markaða og fjárstýringarmála sérsniðin að þörfum viðskiptavinar,
  • Eigna- og skuldastýringarsamningur – áhættumat, val á aðferðum, ráðgjöf um markaðsaðstæður og stýringu, utanumhald og skýrslugjöf í öflugu fjárstýringarkerfi,
  • Utanumhald á fjárstýringu fyrirtækja – sjóðsstreymi, utanumhald fjármálasamninga og bókanir, skýrslugjöf og fyrirspurnir á sem sjálfvirkastan hátt.  Viðskiptavinur kemur upplýsingum til IFS á sem sjálfvirkastan hátt en fær til sín skýrslur s.s. sjóðsstreymisyfirlit eftir myntum og í uppgjörsmynt, lánayfirlit, áhættuskýrslu, bókunartillögur, yfirlit um samninga framundan og fleira. Þessi þjónusta veitir þægilegt og einfalt aðgengi að öflugu fjárstýringarkerfi og nýta helstu kosti þess, án þess að byggja upp sértæka þekkingu á kerfinu innanhúss. Fyrirtæki geta því sparað sér þá vinnu sem felst í því að byggja upp fjárstýringarkerfi í Excel, uppreikninga, bókanir, skýrslugerð auk þess sem með þessu móti fæst fyrsta flokks yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins er lúta að fjárstýringu þess. Flest fyrirtæki ættu að geta sparað sér umtalsverðan kostnað með þessari leið auk þess sem öll skýrslugerð auðveldar ákvarðanatöku. 


  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is