IFS veitir margvíslega ráðgjöf á sviði fjármála og er tilbúið til að takast á við flest spennandi verkefni á því sviði hvort sem þau eru flókin eða einföld. Hjá IFS starfa margir öflugir sérfræðingar með sérþekkingu á ýmsum hliðum fjármála og efnahagsmála og er þannig hægt að nýta kosti hópvinnu við úrlausn flóknari verkefna.
Ráðgjafarverkefni eru mismunandi allt frá einföldum álitum til flókinna úrlausna. Verðmöt rekstrar, markaðsvirði afleiðusamninga, mat á efnahagsmálum, fjárhagsleg endurskipulagning, endurskipulagning verkferla á sviði fjármála, dómsmöt, margskonar álit, greiðslu- og lánshæfisúttektir, og margt fleira.