Atburður

21. des. 2010

Beina brautin

Samkomulag um leiðir við úrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja var kynnt fyrir stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja föstudaginn 17. desember. Að samkomulaginu standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands.

Samkomulagið byggir á Sameiginlegum reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.  

Aðferðafræði skuldaaðlögunar byggir á að skuldir eru aðlagaðar að virði fyrirtækja. Í samkomulaginu er jafnframt gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki og fyrirtæki geti komið sér saman um að fá mat þriðja aðila á eigna- og rekstrarvirði fyrirtækis sem haft verði til hliðsjónar í samningum á milli aðila við fjárhagslega endurskipulagningu.

IFS Ráðgjöf er reiðubúið að aðstoða fyrirtæki um mat á virði fyrirtækis á grundvelli þessa samkomulags.

Ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum um þjónustu IFS um þetta mál, þá vinsamlega hafðu samband við Eggert Þór Aðalsteinsson í síma 533 4611 eða í tölvupósti á netfangið eggert@ifs.is

 

 

 

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is