Atburður

28. jan. 2011

Sérfræðingur óskast

IFS Ráðgjöf auglýsir laust starf sérfræðings við rekstur fjárstýringarkerfis og innleiðingu þess hjá viðskiptavinum.  Stafið felur jafnframt í sér þátttöku í sölu- og kynningarstarfi, þróun lausna fyrir viðskiptavini og þjálfun notenda. Áhugi á fjármálum og fjármálaafurðum er nauðsynlegur. Reynsla við innleiðingu hugbúnaðarkerfa og skilningur á bókhaldi er æskilegur.

Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið háskólaprófi í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdri námsgrein.

Nánari upplýsingar veitir Jón Ævar Pálmason í s. 533 4600.

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk.  Umsóknum skulu sendar á netfangið ifs@ifs.is. Öllum umsóknum verður svarað.

x x x

IFS er þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði greininga og fjármála.  Í gegnum samstarfi við Sungard, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði fjármála, veitir IFS Ráðgjöf viðskiptavinum sínum aðgang að AvantGard Integrity fjárstýringarkerfinu.  Kerfið veitir heildarsýn yfir fjármál fyrirtækja, s.s. stöðu fjármálasamninga, sjóðstreymi og við greiningu áhættu.

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is