Atburður

01. nóv. 2011

FjárStjórn- sérfræðiráðgjöf og stuðningur til fyrirtækja við fjármálastjórn




Mörg verkefni fjármálastjóra eru flókin og krefjast mikillar þekkingar og yfirlegu. Ákvarðanir geta reynst áhrifamiklar og jafnvel skipt sköpum um árangur fyrirtækja. Oft verður því niðurstaðan sú að gera ekki neitt eða að leita til bankans síns um ráðgjöf. Það er hinsvegar mat IFS að fjármálastjórar fyrirtækja þurfi að byggja upp næga þekkingu og yfirsýn til að geta tekið þessar ákvarðanir á eigin forsendum. Þannig viðhalda þau sjálfstæði sínu við fjármálastjórn og bregðast réttar við flóknum vandamálum sem upp geta komið. Jafnframt getur það verið bæði gott og mikilvægt fyrir fjármálastjóra að vera í tengslum við kollega sína í öðrum fyrirtækjum á þessu sviði þrátt fyrir samkeppni ríki dags daglega á öðrum sviðum.

IFS vill gjarnan aðstoða fyrirtæki með því að veita þeim aðgengi að greiningardeild sinni og fjárstýringarþekkingu. Jafnframt mun IFS reyna eftir fremsta megni að skapa vettvang fyrir samskipti fjármálastjóra sín á milli í þeirri von að hægt sé að virkja þann kraft sem í þeim bý sem heildar til hagsmuna fyrir fjármálastjórn fyrirtækja. Tilgangurinn er að:

- auka ÞEKKINGU á fjárstýringarmálefnum, efnahagsmálum og þróun markaða

- bæta INNSÆI til markvissari ákvarðanatöku

- veita STUÐNING við ákvarðanatöku

- mynda vettvang fyrir TENGSL fjármálastjóra sín á milli

Þessu er náð fram með greiningum og greinum, fræðslufundum, símasamskiptum, netfundum og ársfundum. Einnig mun IFS útbúa efni sem fjármálastjórar geta nýtt s.s. yfirlit um efnahagsmál og þróun markaða til að setja í mánaðarlega skýrslu til stjórnar. Þau fyrirtæki sem eru með samning geta að sjálfsögðu hringt til sérfræðinga IFS og fengið ráðleggingar í þessum málum.

Markmiðið er að auka sjálfstæði fyrirtækja við fjármálalegar ákvarðanir með faglegri vinnubrögðum og aukinni þekkingu. Það ætti að skila sér í árangursríkari fjármálastjórnun með hag fyrirtækisins, stjórnenda og hluthafa að leiðarljósi.

Þau fyrirtæki sem verða með í þessari vinnu munu taka þátt í að móta þessa þjónustu og gera hana stöðugt markvissari og betri. Með því móti ætti hún að verða hnitmiðuð og árangursrík og skipta máli fyrir fjármálastjórann og fyrirtækið.

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is