Atburður

09. mar. 2013

Íslenski fjárstýringardagurinn: Vel sótt ráðstefna

Ráðstefnan "Íslenski fjárstýringardagurinn 2013" er lokið með miklum sóma.  IFS vill þakka öllum þátttakendum og samstarfsaðilum fyrir ánægjulegan og vel heppnaðan dag. Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir yfir daginn og má segja að án undantekninga hafi allir fyrirlesarar verið vel undirbúnir og komið með áhugaverða umfjöllun sem almennt vöktu þátttakendur til umhugsunar. Kynningarbásar vour vel nýttir og gafst gott tækifæri til að hitta fulltrúa fyrirtækjanna sem voru með kynningarbás og ræða á óformlegum nótum við þá um þjónustu fyrirtækjanna. Fjöldi gesta var yfir 200 manns og var uppselt á ráðstefnuna.  Það er líklegt og vonandi að flestir þessara gesta hafa gengið út með margar nýjar hugmyndir í fartaskinu og náð að treysta tengslin.

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is