Fyrirvarar

Lagalegur fyrirvari

Upplýsingar birtar á vef þessum eru byggðar á heimildum sem IFS (IFS Ráðgjöf) telur áreiðanlegar og ekki er tekin ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru á grundvelli þeirra. IFS getur ekki ábyrgst að upplýsingarnar séu allar réttar.  Þá kunna þær upplýsingar og skoðanir sem fram koma á vefnum að breytast án fyrirvara.

Við gerð upplýsinga sem birtast á vefnum er gengið út frá því að þau gögn og upplýsingar sem IFS hefur fengið aðgang að til skoðunar séu sannleikanum samkvæmt og ekki liggi fyrir frekari gögn. Hafi IFS fengið afhent ljósrit af skjölum gengur IFS út frá því að þau séu í samræmi við frumrit viðkomandi skjala og ekki hafi verið gerðir neinir viðaukar eða breytingar á þeim eftir á. Þá er gengið út frá því að allar undirritanir á skjöl og samninga sem IFS hefur fengið aðgang að séu réttar og skuldbindandi fyrir félagið.

Þær skoðanir og spár sem fram koma á vefnum eru byggðar á almennum upplýsingum og mögulega trúnaðarupplýsingum sem IFS hefur undir höndum þegar greiningin er rituð. IFS ábyrgist ekki áreiðanleika heimilda eða nákvæmni upplýsinganna og ber enga ábyrgð á áreiðanleika upplýsingaveitna sem stuðst er við. Upplýsingar í umfjöllun eru einungis birtar í upplýsingarskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og þær skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum. Fjárfestar eru eindregið hvattir til að  afla sér sjálfstæðra ráðlegginga eigin ráðgjafa áður en fjárfest er í fjármálagerningum, s.s. vegna lagalegrar eða skattalegrar stöðu sinnar. IFS og starfsfólk IFS taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram.

Þrátt fyrir að þess sé sérstaklega gætt að upplýsingarnar séu réttar og nákvæmar þegar þær eru settar fram getur IFS, eða starfsmenn IFS ekki tekið ábyrgð á villum. Mat á upplýsingum endurspegla skoðanir IFS á þeim degi sem þær eru settar fram, en þær geta breyst án fyrirvara. Hvorki IFS né stjórnendur eða starfsmenn félagsins bera ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst af upplýsingum sem finna má í þessu mati eða dreifingu slíkra upplýsinga.

IFS, starfsmenn IFS, stjórnarmenn eða aðilar tengdir IFS kunna að eiga hagsmuna að gæta varðandi einstök félög sem greiningar, verðmatsskýrslur og annað útgáfuefni IFSar lýtur að hverju sinni. Hagsmunir kunna að vera ýmsir t.d. sem hluthafar eða ráðgjafar, eða hagsmunir sem lúta að annarri veittri þjónustu. Útgefandi verðbréfa sem metin eru greiðir IFS fyrir þá þjónustu. Verðmöt eru engu að síður unnin sjálfstætt af IFS.

IFS á allan höfundarrétt að upplýsingum á vef fyrirtækisins. Óheimilt er með öllu að dreifa þeim upplýsingum sem finna má á vef fyrirtækisins eða nýta þær með öðrum hætti án heimildar IFS.

Lagalegur fyrirvari varðandi tölvupóstsendingar

Upplýsingar sem kom fram í tölvupósti og eftir atvikum viðhengi, sendum frá netföngum IFS Ráðgjafar, gæti innihaldið trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og er eingöngu ætlaður þeim sem hann er stílaður á. Efni hans og innihald er á ábyrgð þess starfsmanns sem sendir hann ef það tengist ekki starfsemi IFS Ráðgjafar. Ef sending þessi hefur ranglega borist yður vinsamlega gætið fyllsta trúnaðar, tilkynnið sendanda og eyðileggið sendinguna eins og skylt er skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti.


  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is