Morgunpóstur 22. júlí 2014
Erlent • Hlutabréf hækkuðu í Asíu í nótt. MSCI Asia Pacific vísitalan náði hæsta gildi sínu síðan í júní 2008. Svo er að sjá að áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum Úkraínu-málsins fari dvínandi á mörkuðum og að menn beini nú aftur sjónum að efnahagsstærðum og uppgjörsvertíðinni framundan. • Um 2/3 kauphallarskráðra félaga í Bandaríkjunum sem búin eru að birta uppgjör hafa sýnt hagnað yfir væntingum greinenda á Wall Street skv. Thomson Reuters. • Skuldir Kínverja nema nú rúmlega 250% af landsframleiðslu. Sama hlutfall var 147% í lok árs 2008. Svo hröð skuldasöfnun veldur áhyggjum og hefur í flestum öðrum ríkjum leitt til fjárhagslegs óstöðugleika í framhaldinu. Nokkur þróunarríki eru með hærra hlutfall en þau eru öll hátekjusvæði auk þess sem það er hraði skuldasöfnunarinnar sem veldur áhyggjum ekki síður en umfangið. Innlent • IFS gaf í gær út afkomupspá fyrir 2. ársfjórðung og árið 2014 hjá Marel. Við spáum um 170m evra tekjum á 2F (178m 2F 13) og um 5m EBIT (12m). Fyrir árið hljóðar spá okkar upp á um 659m evra tekjur (662m) og 26m EBIT (43). Spár eru býsna óvissar við þær aðstæður umtalsverðra umbreytinga sem nú ríkja á hjá Marel svo ekki er ólíklegt að nokkur frávik rauntalna og spár komi fram. Við gerum ráð fyrir um 14m evra umbreytingakostnaði hjá félaginu á árinu sem deilist jafnt á fjórðunga. Sjálft hefur félagið gefið út að þessi kostnaður sé áætlaður um 20-25m evra á árunum 2014-2015. Útgefið markmið félagsins um aðlagað EBIT á árinu 2014, þar sem ekki er tekið tilliit til umbreytingakostnaðar, er 55m evra. Samsvarandi tala í okkar spá er um 40m. • Ríkið áformar að draga aðeins úr vægi verðryggðra skulda sinna á árunum 2014-17 og auka vægi óverðtryggðra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt er til að viðmið verðtryggðra skulda verði 10-30% í stað 10- 40% áður og vægi óverðtryggðra 60-90% í stað 60-80% áður.