27. apr. 2016 - 08:32
Morgunpóstur 27. apríl 2016
Íslenska Úrvalsvísitalan OMXI8 hækkaði í viðskiptum gærdagsins um 1,06%. Hækkun vísitölunnar er að mestu tilkomin vegna hækkunar á bréfum Marels og Icelandair en 9 félög lækkuðu í gær á meðan 5 félög hækkuðu og 2 stóðu í stað. Mikil velta var með bréf Marels í gær eða rúmir 1,3 ma.kr. og hækkuðu bréf félagsins um 4,14% og endaði gengi bréfanna í 251,5 kr. á hlut. Marel birti uppgjör 1F 2016 eftir lokun markaða á mánudaginn og hafa markaðsaðilar tekið vel í þær niðurstöður og horfurnar fyrir félagið á komandi misserum. Bréf Icelandair hækkuðu um 0,39% í 349 m.kr. viðskiptum. Mest lækkuðu bréfin í VÍS eða um 1,15% í 26 m.kr. viðskiptum og er helsta ástæðan fyrir því dómur sem féll VÍS í óhag...