Morgunpósturinn

07. des. 2016 - 08:15

Morgunpóstur 7. desember 2016

Fjárlagafrumvarp 2017 leit dagsins ljós í gær og hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum á árinu 2017 og það fjórða árið í röð. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heildarafkoman skili afgangi sem nemi 28,4 mö.kr. Afgangurinn af frumjöfnuði er verulegur eða 90,9 ma.kr. Frumvarpið leggur áherslu á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Vöxtur útgjalda á árinu 2017 er áætlaður 5% til að bæta þjónustu velferðarkerfisins. Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki úr 60% af VLF árið 2015 í 39% í árslok 2017 og gert er ráð fyrir að hlutfallið verði 29% í árslok 2021. Langtíma lántökur A-hluta ríkissjóðs á árinu 2017 eru áætlaðar 45 ma.kr. og ríkisvíxlar verði lækkaðir um 9,2 ma.kr. Fjármögnunarhreyfingar verði því neikvæðar um 35 ma.kr. IFS hafði áætlað vænta lántöku ríkissjóðs um 20-40 ma.kr. á næsta ári og óbreytta stöðu ríkisvíxla...

Til þess að sjá alla greinina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is